9.9.2010 | 17:50
Aðskilnaður minn og kirkjunnar
Nú hef ég ákveðið að segja skilið við stofnun sem ég hef lengi tilheyrt sem er þjóðkirkjan. Ástæðan er sú að nokkur undanfarin ár hef ég verið meira og minna óánægð með þá stöðu sem kirkjan hefur komið sér í.
Þar hefur margt komið til en þó mest sú æpandi stöðnun sem mér hefur fundist ríkja innan veggja þar. Mér hefur fundist skorta á trúarhita presta og sannfæringu en í staðinn er boðið upp á steingelt messuform fyrir hinn almenna safnaðarmeðlim og sömu sálma síðustu áratugina.
Nýlega tjáði ég mig um fáránlega kirkjusiði sem felast í því að reka fólk á fætur í tíma og ótíma þó ekki sé um að ræða nema klukkustundar athöfn.
Þrátt fyrir endurútgáfu á hinni heilögu bók , ekki fyrir löngu, hefur mér fundist sumir prestar eins og nátttröll sem hafa dagað uppi. Ég veit vel að mikið starf er unnið innan kirkjunnar bæði barna- og unglingastarf auk hjálparstarfs sem flokkast sem nútímalegt og jákvætt. Spurningin er hvort það er helsta hlutverk kirkjunnar.
Það sem mér hefur helst verið þyrnir í auga er ríkisreksturinn á kirkjunni. Mér finnst það vera mismunun milli trúfélaga og úrelt hugmyndafræði. Toppurinn er svo ótrúlegar upphrópanir um ótrúlegar uppáferðir sem hefur nú tröllriðið umræðunni í nánast þrjár vikur samfleytt. Varla er sest niður með fólki án þess að kirkjan og biskupar hennar séu til umræðu. Þessi umræða finnst mér frekar keimlík þeirri fyrri um sama mál. Áður voru það ákærukvendin sem voru úthrópuð og samúðin með hinum kynþokkafulla biskupi en nú er það omvendt. Útslagið gerði líklega klaufaleg viðbrögð núverandi biskups við yfirlýsingum dóttur hins ákærða sem mér finnst koma fram ótrúlega seint. Einnig finnst mér framganga ýmissa presta í málinu í fjölmiðlum afar óskemmtileg.
Prestar hópast nú saman og jesúa sig yfir ósköpunum en mér segir svo hugur að þeir hafi vitað um þetta eða í það minnsta grunað hvernig málum var háttað.
Varð ekki hr. Ólafur biskup, fulltrúi guðs á jörð, æðsta yfirvaldið, boðberi friðar og réttlætis, ímynd siðgæðis kristninnar í æðstu stofnun hennar, þjóðkirkjunni sjálfri, fyrir tilstilli prestanna?
Ég þarf ekki lengur að bíða eftir vísbendingu frá guði :)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 122262
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Þetta var góður pistill hjá þer Kolbrún.
Eg er þer innilega sammála.
Erla Magna
Erla Magna Alexandersdóttir, 9.9.2010 kl. 18:26
"Toppurinn er svo ótrúlegar upphrópanir um ótrúlegar uppáferðir sem hefur nú tröllriðið umræðunni í nánast þrjár vikur samfleytt."
Gnarr hvað?
Góður pistill!
Kveðja, BB
Björn Birgisson, 9.9.2010 kl. 18:44
Er ekki tími til kominn að íslendingar fari að útvíkka sjóndeildarhringinn og fari að líta á önnur trúmál í jákvæðu samhengi.Æðstu aðilar innan luthersku kirkjunnar ásamt katólskri hafa verið uppvísir af barnaníð æ ofaní æ- en eitthvað virðist vera í þjóðarsálinni að segja sig ekki frá þjóðkirkjunni og styðja hana út yfyr öll velsæmismörk...Núna hópast fólk saman til að mótmæla muslimum á Íslandi að þeir fái að byggja sína kirkju (Mosku) í Reykjavík....Trúfrelsi og jafnrétti á Islandi!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.9.2010 kl. 19:13
Mosku á Íslandi? Aldrei! Guðrún, fengir þú að byggja kirkju í Íran eða Írak og reka þar trúboð? Nú eða í Afganistan?
Björn Birgisson, 9.9.2010 kl. 19:28
Ég styð að ríkiskirkjan verði flutt í eina kirkju og restin verði seld.- þá vil ég aðskilnað ríkis frá kirkjunni. Hvað aðrar þjóðir vilja leifa okkur að byggja í löndum sínum er undir þeim komið og við hrokafullaþjóðin ættum að virða ákvörðunarrétt þeirra.- Hérna á Islandi er trúfrelsi og jafnrétti á að ríkja samkvæmt stjórnarskránni. Eg styð þá sjálfsögðu bón Muslima að þeir fái að byggja sína kirkju, Mosku hérna!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.9.2010 kl. 19:53
Ja, hérna, nú er ég hissa. Viltu kannski fá Moskuna í götuna þína og vakna upp við helvítis gaulið úr hátölurum turnsins á hverjum morgni? Eða viltu kannski staðsetja Moskuna í garðinum hjá mér, sjá hana aldrei og kúra frameftir?
Björn Birgisson, 9.9.2010 kl. 20:14
Hættum allti þröngsýni og förum loksins að hlýta islenskum lögum. Muslimar eiga sama rétt til að byggja sín bænahús eins og önnur trufélög skráð á Islandi-.Trúfrelsi og jafnrétti skrifað í stjórnarskrána!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.9.2010 kl. 20:27
Þröngsýni? Svaraðu spurningunni í minni síðustu athugasemd. Viltu fá Mosku í götuna þína með tilheyrandi gauli á öllum tímum sólarhringsins? Skítt með lögin og stjórnarskrána. Viltu gaulið inn um svefnherbergisgluggann hjá þér, virka daga og um helgar? Svaraðu því, mín kæra!
Björn Birgisson, 9.9.2010 kl. 21:11
hahaha Björn ertu hræddur um að ekki verði þverfótað í götunni hjá þér fyrir upplyftum rössum :))) Sjálf er ég hálfsmeyk við muslam og þá ekki út af óvenjulegum bænastellingum heldur öfganna sem trúarblindan hefur fest í sessi og notast til kúgunar og hryðjuverka... Takk fyrir innlitið öll.... næst tek ég ummæli borgarstjórans Björn :) ;) kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 10.9.2010 kl. 15:44
Stórtíðindi hér! Flott er myndin af kirkjunni sem ég, líkt og þú, var bæði skírður og fermdur í.
En Björn, það eru kristnir menn bæði í Írak og Íran. Kristnin er talin einna elst í heiminum í Írak. Þar er fullt af kristnum kirkjum, bæði gömlum og nýbyggðum. Kristnir menn hafa löngum verið ofsóttir en Saddam lét þá meira og minna í friði. Einn kunnasti ráðherra hans, Tariq Aziz utanríkisráðherra, er kristinn maður, ekki múslimi.
Ágúst Ásgeirsson, 10.9.2010 kl. 16:59
Ágúst, ert þú fylgjandi því að muslimar fái að byggja Mosku, til dæmis í Öskjuhlíðinni?
Björn Birgisson, 10.9.2010 kl. 17:17
Ég er tiltölulega trúlaus maður, Björn. En umburðarlyndur og ríkur að kærleik held ég. Ef trúfrelsi ríkir í landinu sé ég ekki hvernig er hægt að meina einum söfnuði að reisa sér bænahús meðan aðrir fá það. Af hverju ekki í Öskjuhlíðinni, til dæmis gegn flugvellinum. Með því væru minni líkur á að kallið til morgunbæna valdi ónæði en ef moska yrði inni í íbúahverfi.
Þetta er kannski allt bölvuð einfeldni hjá mér. Hvað óttast þú annars, Björn?
Annars erum við hér komin langt frá aðalmálinu, afneitun Kollu. Fróðlegt uppgjör og mikið til í því sem hún segir. Get tekið undir að kirkjan sé ekki í takt við tímann. Mestu mistök hennar hafa verið að leggja ofuráherslu á eilíft líf í messunni. Fremur en kristilegan kærleik; systur- og bróðurþel og umburðarlyndi.
Hér í Frakklandi átti aðskilnaður ríkis og kirkju sér stað árið 1905 og hefur held ég engum dottið í hug að skrífa skrefið til baka.
Ágúst Ásgeirsson, 10.9.2010 kl. 19:57
Ágúst, 1905? Það voru fréttir fyrir mér og kirkjan í Frankaríki (Gallíu) bögglast eitthvað áfram þrátt fyrir aðskilnaðinn?
Er þá ekki dýrara að drepast þarna úti en hér heima?
Síðuhaldari hér veit að ég er ólíkindatól og fyrirgefur mér flest mín gönuhlaup, meðal annars frá málinu sem færslan snýst um (er það ekki Kolla?)
Ég óska henni Kollu minni innilega til hamingju með sína ákvörðun, sem ég tel rökrétta og vel rökstudda.
Ég væri löngu búinn að feta þessa slóð ef ég væri ekki alltaf á blogginu! Enginn tími!
Hvað óttast ég? Reiði eiginkonu minnar mest af öllu. Verð þó að benda á að hver íslensk kona á um 1,876 barn á lífsleiðinni. Muslimakerlingarnar eiga 7-8 stykki á sama tíma og hafa ekkert um það að segja. Þá er bara að reikna. Hvenær verður Íslandið okkar orðið Muslimaríki? Danir eru vítið til varnaðar. Muslimar þar eru 5-10% þjóðarinnar og fer fjölgandi.
Augljóst má vera af máli mínu að mér geðjast ekki að Muslimum svona almennt.
Þess vegna vil ég enga Mosku á Íslandi.
Einn og einn Muslimakarl og ein og ein Muslimakerling mega svo sem alveg slæðast til landsins fyrir einhvern misskilning.
Muslimar mega aldrei verða hér ríki í ríkinu.
Og hana nú!
Björn Birgisson, 10.9.2010 kl. 20:41
Sælir. Já þetta er mynd af "okkar" kirkju Ágúst og alveg er víst að mér finnst mjög vænt um hana. Þar hef ég lagt fram óeigingjarnt starf í kórnum í nokkra áratugi án þess að fá miklar þakkir fyrir en jafnframt hefur það gefið mér mikið. Það er nú þessi væntumþykja sem er helsta ástæðan fyrir að ég gerði ekki upp hug minn fyrir löngu. Hitt er annað að ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að aðskilnaðurinn eigi að vera milli kirkju og ríkis. Nú hef ég semsagt misst trú á það og bíð ekki lengur.
Björn getur alveg sagt sína skoðun hér óbundinn af minni skoðun. Hann er allaf jafn skemmtilegur og bæthevei... ég er að leita að slóðinni til að segja mig frá kirkjunni á löglegan hátt...ég er líka alltaf á golfvellinum hahaha. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 10.9.2010 kl. 23:38
Ég hef ekki gert verðsamanburð á því Björn að deyja hér eða á Íslandi. Hér er þetta þó allt frjálsara með formið og hægt að fá ýmis afbrigði, enda skiptir það ríkið engu máli hvort menn eru jarðsettir nokkuð hefðbundið eða brenndir og öskunni stungið inn í vegg eða skáp.
En hér er hægt að tryggja sig fyrir útfararkostnaði, ég er meir að segja með slíka klausu í viðbótarsjúkratryggingunni sem ég kaupi til viðbótar almannatryggingarkerfistryggingunni.Og það er hægt að panta alla þjónustuna og borga fyrirfram. Það hefur mágur minn til að mynda gert fyrir nokkrum árum. Hann var þá nýkominn á eftirlaun talsvert innan sextugs. Það er allt klappað og klárt í þessum efnum hjá þeim hjónum og börnin þurfa engar byrðar að bera er foreldrarnir hverfa úr jarðvistinni. Sem er kannski ágætt bara.
Ágúst Ásgeirsson, 11.9.2010 kl. 21:04
Sæll Gústi... ég man þegar fyrrverandi tengdafaðir minn var að fjasa út af öryggisbeltum í bílum þegar þau voru að koma á markaðinn. " Mér finnst eins og ég sé að undirbúa mig fyrir slys" sagði hann. Hvernig ætli honum hefði þá þótt að skipuleggja útför sína og greiða hana fyrirfram.
Það er hinsvegar afar flott að geta bara klárað þetta og helst syndavottorð og tilvísun í hvora deildina maður fer eftir dauðann. Málið er bara að við Íslendingar gerum allt fyrirfram nema borga
ps. Nú er ég að fara að taka á móti Evrópuverkefnishópnum og það koma 25 manns frá Frakklandi. Vona að þeir fái góða daga hér. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 11.9.2010 kl. 22:46
Hæ elsku Kolla, ég verð að tjá mig ... að mér finnst sorglegt hvernig dæmin eru uppsett í garð Þjóðkirkjunnar, sérstaklega þar sem við erum nú utan af landi... En það að vera ekki með sterka þjóðkirkju kemur sennilega til með að þýða að l...itlu kirkjurnar utan að landi geta ekki haldið uppi þjónustu við bæjarbua og á smæstu stöðunum þekkjum við að prestar eru oft ekki einungis prestar, heldur æskulýðsfulltrúar, félagsmálaskrifstofan osv.frv.
Að mínu mati er ekki hægt að taka fjölmenn lönd og segja að aðskilnaður hafi orðið á þessum og þessum tíma og það hafi gefist vel. Frakkland er ekki með lítil afskekkt þorp af okkar stærðargráðu, þannig að þetta er engan vegin sambærilegt.
Það getur alltaf gerst að einhver "perri" nái allt of langt í þjóðfélögum, en það að rústa þjóðkirkjunni er ekki lausnin. Hvernig væri að allt þetta fólk sem er óánægt með sína kirkju kæmi með sínar skoðanir inn í kirkjuna og tæki þátt í mótun hennar? Færi inn í sóknarnefndir og HEFÐI ÁHRIF í stað þess að standa til hliðar og rífa niður.
Það er satt sem þú segir að það er gífurlegt æskulýðsstarf í þjóðkirkjunni, það er líka öldrunarstarf, 12 spora starf, mömmumorgnar til að hjálpa nýbökuðum foreldrum að einagngrast ekki, bænastarf, skipulagt utanumhald um hópa sem lent hafa í sorg, virkilega mikið kórastarf, ss. barnakórar, kirkjukórar og svo margt fleira
Það hversu athöfnin sem slík er gamaldags er á "nútímavæðingarleið" innan kirkjunnar, en því má heldur ekki gleyma að kirkjan er sú stofnun sem meðal annars er að varðveita okkar menningararf og ber skylda til þess, hins vegar má algerlega vera meiri tilbreytni í athöfnum og ÞAÐ ER VIRKILÆEGA AÐ GERAST kirkjur bjóða upp á Gospelmessur, U2 messur, poppmessur, léttmessur og margt fleira til þess að koma til móts við ALLA.
Eftir hrunið sem hér varð, held ég að margt sé nauðsynlegra okkur Íslendingum en að henda Þjóðkirkjunni okkar út í horn VIÐ EIGUM AÐ BÆTA HANA við eigum að hafa áhrif, líkt og við erum að reyna í þjóðfélagsmálunum, það veist þú Kolla mín sem pólitíkus að þótt Ísland hafi alveg klikkað, þá hendum við því ekki bara..... Við viljum bæta það og styrkja þannig að það verði Ísland sem henti öllum :-)
Kveðjur, Helga Þórdís
Helga Þórdís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 14:23
Sæl Helga mín. Takk fyrir að tjá þig um þetta mál og það máttu vita, og veist eflaust, að ég hefði farið í sóknarnefnd, á prestaþing og allt hvað er, ef það væri trú mín að það væri hægt. Sóknarnefndir eru nánast lögvarðar hvað varðar endurnýjun og sama fólkið búið að sitja þar áratugum saman og það gapir allt upp í prestinn. Það er víða eins og helgispjöll að vera ósammála honum.
Það sem þú telur upp að gert sé í kirkjunni fyrir sálarheill fólks er fínt mál. Ég styð það, en það á bara ekki að vera í þjóðkirkjunni heldur í félagsmálabatteríi og svo er það starf ekki iðkað á minnstu stöðum út um land.
Úti á landi fara menn ekki til prests sem félagsmálafulltrúa því það spyrst út og þá vita allir í plássinu að eitthvað er að. Ekkert brauð er nú á Raufarhöfn en í staðinn setur Þjóðkirkjan peninga í að taka fólk í 12 sporin ( sem AA geta sinnt) námskeið um hitt og þetta og glæsibyggingar hverja af annarri.
Ef þetta er svona gott starf þá getur kirkjan eins sinnt því þó hún sé ekki ríkisrekin og þá borgar fólk fyrir það eins og t.d. þegar farið er til sálfræðings. Það má alveg hugsa sér það að ríkið kaupi ákveðna þjónustu af prestum á landsbyggðinni þar sem ekki eru sáluhjálparar aðrir og þá eru það bara tekjur fyrir hana.
Varðandi hrunið þá spyr ég á móti. Hvar var kirkjan í góðærinu? Hvar voru hennar varnaðarorð? Því miður Helga mín var ekki einn perri á ferðinni. Það voru margir sem vissu af þessu og fleiri prestar og frammámenn sem var ekki treystandi fyrir því sem þeim var trúað fyrir.
Fyrir mína parta þá er þetta komið gott. Ég var í kórum bæði á Raufarhöfn, Hellissandi og Ólafsvík í u.þ.b. 30 ár og það verða aðrir til að bjarga og styrkja þjóðkirkjunni en ég.
Þú ert bara afar góð manneskja Helga mín og fallegt af þér og "guðsþakkarvert" að verja það sem manni hefur alltaf þótt vænt um.
Bestu kveðjur til þín og þinna.
Kolbrún Stefánsdóttir, 13.9.2010 kl. 00:27
Gangi þér vel með alla Frakkana.
Ágúst Ásgeirsson, 14.9.2010 kl. 08:03
Takk fyrir það Ágúst. Þetta er allt að skríða saman hjá mér. Fyrst verður ráðstefna fyrir NHF bandalag hreyfihamlaðra á Norðurlöndunum með ráðherra og alles í framsögu og panel á laugardaginn og síðan stjórnarfundur NHF á sunnudeginum. Á fimmtudaginn þar á eftir fara svo að tínast til landsins Bretar, Frakkar, Ítalir og Rúmenar sem verða saman í fundarstússi og ferðalögum fimmtudag, föstudag og laugardag.... SVO ER ÞAÐ SMÁPÁSA OG FRÍ FRAMUNDAN HJA MÉR kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.9.2010 kl. 23:31
Í gær heyrði ég frá norskum félaga mínum að til þess að vera í ríkisstjórn í Noregi þarf viðkomandi að tilheyra norsku þjóðkirkjunni. Það finnst mér afar ótrúlegt því þá er eins og kirkjan sé með ótrúleg ítök í stjórnun landsins.
Gaman væri ef einhver þekkir vel til og getur hrakið þetta eða staðfest.
Varðandi athæfi íslenskra presta sem annarra þá er undarlegt að þeir njóti nafnleyndar eftir að hafa viðurkennt kynferðisbrot gegn þremur drengjum. Hvar er sannleiksnefnd kirkjunnar núna kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.9.2010 kl. 09:11
Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni fyrr á þessu ári og ekki síst fyrir þær sakir að mér er sama hvaðan gott kemur og tel mig vita að Guð. (sé hann til) býr innra með hverjum manni. Síðasta setningin í pistlinum þínum er snilld. „Ég þarf ekki lengur að bíða eftir vísbendingu frá guði :)
Ég vil kveða sterkar að: Það er stórhættulegt að bíða eftir einhverjum vísbendingum, virðum Gullnu regluna og allt fer vel.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.9.2010 kl. 20:13
Sæl Ingibjörg. Já við virðumst vera á sömu bylgjulengd því mér fannst líka síðasta setningin snilld því ég hef alltaf gert góðlátlegt grín að því þegar fólk er að segja þetta. Það er helst svona ofsatrúarfólk sem telur hitt og þetta skýr skilaboð til sín s.s. vísbendingu. Ég var svona að gera grín að því... sammála þér líka með gullnu regluna... hún á alltaf við. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.9.2010 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.