Leita í fréttum mbl.is

Sléttuganga

IMG_1060Fór norður föstudaginn 7. ágúst og ákvað á leiðinni að taka þátt í Sléttugöngu sem var farin laugardaginn 8.8. kl 8:00.  Átján manns voru með í þetta sinn. Gengið var frá túnfæti í Hóli, upp í Grashól sem löngu er kominn í eyði og þaðan þvert yfir Melrakkasléttu milli Leirhafnarfjalla og komið niður við spennistöðina ofan við Kópasker. Þetta eru 31 km og gengið nánast á jafnsléttu allan tímann. Við vorum komin í bíla á Kópaskeri kl 17:00 Það kemur sjálfsagt engum á óvart að þetta var heldur litlaus ganga og ekki margt sem fangaði augað. Ég var afar fegin þegar þetta var búið en jafnframt ánægð að hafa drifið mig. Fótafúin og þreytt fór ég í rúmið þetta kvöld og hugsaði til ömmu minnar sem hefði orðið 115 ára þennan dag. Það veit ég fyrir víst að  henni hefði þótt þetta heldur undarleg hegðun þar sem ég átti ekkert sérstakt erindi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Seig ertu að hafa lagt Sléttuna að velli, það hefur verið draumur minn eftir að þessi ganga kom til sögunnar. Vonandi á það eftir að rætast.

Er þetta annars svona óspennandi eins og þú segir? Ef þetta er marflatt, af hverju tekur þá um 9 tíma að ganga þessa 31 km? 

Halda menn hópinn eða gengur hver með sínu tempói? Eru einhverjir slóðar sem gengið er eftir eða eru menn alltaf í kargaþýfi?

Ég spyr kannski alltof margra spurninga en það væri gaman að heyra þig tjá þig nánar um þetta.

Þeir eru ekki margir sem ég þekki á myndinni þótt ég tvísmellti til að fá hana stóra! Er skömm að því? Eða var þetta aðkomufólk eða fólk sem flutt hefur eftir að ég yfirgaf svæðið?



Ágúst Ásgeirsson, 13.8.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi. Já vonandi rætist sá draumur þinn allavega er Sléttan ekki að fara neitt. Hvort einhver verður enn búandi á svæðinu er svo önnur saga. Raufarhöfn er að verða hryggðarmynd með annað hvert hús autt t.d. í Ásgötunni og margar íbúðir í blokkinni. Mér er sagt að það sé þó heldur að glæðast og fólk farið að flytja til staðarins eftir hrunið.

Æ ég veit ekki hvort hægt er að segja óspennandi en mér fannst ég þekkja hverja þúfu. Við lögðum ekki af stað í raunverulega göngu fyrr en svona rúmlega níu. Mæting var á Hótelinu kl 8:00 og síðan keyrt fram að Hóli. Smá tími fór í myndatökur os. frv.  Steingrímur bóndi á Hóli fylgdi okkur upp að Grashóli og nefndi landið, fjöllin, vötnin og þúfurnar. Gengið var í slóð eftir farartæki og líka í þúfum og smá bleytu. Við héldum hópinn nokkuð en hann teygðist stundum og þá var áð.

Þú þarft ekki að skammast þín neitt Gústi því það eru bara ég, Steingrímur og Indriði Indriða sem erum "heimafólk" hitt kom að bæði frá Þórshöfn og Húsavík.

Ég var allavega kát þegar ég hafði klárað þennan draum frá og hvíldinni fegin enda búin að keyra úr bænum daginn áður og fór seint að sofa. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.8.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 121926

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband