Leita í fréttum mbl.is

Eldri borgarar.

borgarar 2Sat afar ánægjulegan fund sem haldinn var af Rauða Krossinum og Eldri borgurum í Salnum í Kópavogi þann 3 apríl. Þar var margt skemmtilegt erindi flutt , söngur Kórs eldri borgara og Þorsteinn frá Hamri las ljóð. Þó verð ég að segja að Herdís Egilsdóttir kennari sló í gegn hjá mér og veltist ég um af hlátri meðan hún hélt sína bráðsnjöllu ræðu. Hún sagði að við ættum að hugsa vel um útlitið og sinna okkur vel því það væri vænlegast til að halda sjálfsvirðingunni. Við skyldum líka passa upp á að vera ekki alltaf að tala um fortíðina og flagga visku okkar og reynslu við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Við ættum að reyna að vera skemmtileg og fyljast með því sem börn okkar og barnabörn væru að gera. Vera til taks og hlú að fólkinu okkar. Margir fleiri lögðu gott til málanna og eitt er víst að ekki kvíði ég því að eldast en ákvað í dag að Herdís þessi yrði Idolið mitt í viðhorfum og viðmóti við mitt fólk. Reyndar hef ég alltaf reynt að vera til taks og taka þátt í skutli og skyndipössunum en er samt oft bundin á fundum og í vinnu. Það breytist þegar ég fer að eldast meira og róast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Komdu nú margblessuð mín göfuga og nú önnur vinkona sem ber titil varaformanns! Leyfði mér að því tilefni að segja nokkur "Vel valin orð" um þig og þú ættir kannski að lesa!

Þetta hefur semsagt gengið eftir sem ég hugði með þig, en hins vegar leitt með að fljóðið skarpa og fagra hún Guðrún María er horfin á braut!

En svona er nú lífið, ekki alltaf jólin, enda jú að koma páskar!

En þú ert byrjuð að yrkja jarðvegin og hvað er þá betra en að byrja efst!?

En Kolla, "þessi Herdís" er nú engin "meðaljúnka", því ekki aðeins hefur hún átt þátt í kennslu og upppeldi ófárra kynslóða borgarbarna sem kennari í Ísaksskóla, heldur kenndi hún líka börnum um allt land að föndra gegnum sjónvarpið í STundinni okkar og samdi og semur kannski enn ófáar bækurnar fyrir þau!

En síðast en ekki síst er hún svo auðvitað dóttir snillingsins sem gerði Raufarhöfn ódauðlega í skáldskap sínum og við eigum líka að þakka kunningsskapin, Egils Jónassonar á Húsavík!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.4.2009 kl. 20:29

2 identicon

Sæl Kolbrún, takk fyrir samskiptin á "bænafærslunni" minni. Aftur árnaðaróskir til þín fyrir með nýja embættið. Og takk fyrir bloggvináttu. Gæti vel ímyndað að ræða Herdísar hafi í senn verið fróðleg og skemmtileg. Er sammála því að stundum gleymir maður að hlusta og skilja þó maður heyri margt á hverjum degi.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir báðir tveir. Þakka þér fyrir, Einar, að samþykkja bloggvináttu mína. Ég er fljót að sjá þegar menn hafa skýra sýn og skarpa hugsun þó menn séu ekki alltaf sammála mér eins og hann Magnús Geir hefur fengið að reyna þá er það ekki aðalmálið. Meira að hafa skemmtileg skoðanaskipti. Já ég veit að þetta er rétt sem þú segir Magnús um Herdísi Egilsdóttur. Það var nú ekki það sem ég féll fyrir níðvísurnar um Raufarhöfn. Hún henti fram vísu um ellina eftir föður sinn. Já nú eru að koma páskar og ég vona að þeir verði gleðilegir hjá ykkur. Jú alltaf leiðinlegt að missa frá sér duglegt fólk en það kemur annað í staðinn og það hefur verið að gerast hjá okkur núna bæði konur og karlar. Frekar mannaskipti en fækkun. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.4.2009 kl. 00:06

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég hef nú ekkert slæma reynslu af því að vera ósammála þér! En varst skemmtileg í kvöld skvísan og kona ein nærri mér sagði að henni þætti þú aldeilis vera "ungpíuleg"!? trúði hún því varla er ég nefndi aldurskeið þitt ofurvarlega og hélt að Guðrún maría væri elst ykkar!Annars var ánægjuleg tilbreyting að hafa ykkur meyjarnar í meirihluta, þó karldruslurnar og þá einkum einn í miklum vanda, fengi mest að tala þá og þegar ég var að fylgjast með, sem var með hléum!

Skoðannakönnunin hefði nú mátt vera betri fyrir ykkur, en þú hlýtur að pressa upp fylgið.

En Liljan blomstrar það má nú segja, þó ansi mögur sé víst, ekki undarlegt þótt VG sé að rísa upp svona svakalega þarna!

VErði útkoman hjá D svona eða jafnvel verri, verður það rosalegur skellur, en miðað við frammistöðu BB og viðbrögð við þessu makalausa afhjúpunarmáli, þá eiga þeir lítt meira né betra skilið, hræsnin sem þarna afhjúpas og sjálfsniðurlægingin er rosaleg!

Menn skila ekki bara "glæpnum" og segja bara eða vona, að þetta heyri sögunni til, flokkurinn situr nú uppi með að hafa linnulítið í mörg ár spunnið tortryggni í garð annara flokka vegna meintra tengsla við Baug, en virðist nú þegar á reynir sjálfur vera hinn eini og sanni BAUGSFLOKKUR eða hvað!?

Blaðri lokið mín blíða.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 21:41

5 identicon

Sammála Magnúsi,þú komst vel út,og varst ansi kjarnyrt og ákveðin,en mér leikur forvitni á því,hverju ætlaðir þú að bæta við rétt í lok þáttarins en komst ekki að vegna slita þáttars ha.?

NN (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:39

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú varst fín á framboðsfundinum í sjónvarpinu. Mali biður að heilsa.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.4.2009 kl. 23:45

7 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Þú stóðst þig vel á framboðsfundinum. Og gaman trúi ég að hafi verið að hlusta á Herdísi.

Gleðilega páska.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.4.2009 kl. 01:05

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl kæra vinkona.Ég vil taka undir með þeim sem hæla þér fyrir gærkveldið. Margir sem ég hef hitt í dag hafa sagt:"Hún vinkona þín stóð sig vel í gærkveldi".Einum fannst smekkur Bjarna Ben fyrir kvenfólki lélegur.Hann hefði kysst Sif en ekki þig. Ekki sá ég þetta en ef þetta er rétt tek ég undir með honum hvað smekkinn varðar. Það er alltaf fjör í tuskunum er hinn góði vinur vor Magnús Geir birtist hér á síðunni.Sértu ávallt kært kvödd og på svenska"Glad Påsk"

Ólafur Ragnarsson, 9.4.2009 kl. 17:54

9 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Var að horfa á þáttinn á rúv-síðunni. Og það er engu logið hér að framan, þú komst mjög vel frá umræðunum. Tek undir með Magnúsi Geir að þú hlýtur að hífa upp fylgið.  

Ágúst Ásgeirsson, 9.4.2009 kl. 21:34

10 identicon

Sæl aftur Kolbrún, tek undir með þeim að ofan. Stóðst þig vel Kolbrún í umræðum þar sem mér fannst annar stjórnandi umræðunnar halda að hann væri í yfirheyrslum í Kastljóssþætti og þurfti svolítið að hafa athyglina. Gangi þér vel áfram. Bestu kveðjur.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 23:50

11 identicon

Hvar er varaformaður Frjálslyndaflokksins.?Hvað er í gangi Kolbrún,allt er á suðupunkti og ellefu dagar í kosningar.Hví heyrist ekkert í þér?

NN (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:20

12 identicon

Kolbrún er á fundi í kvöld 20 í Hlégarði Mos. Og það hafa verið viðtöl við Kolbrúnu í flestum bæjarblöðum í kjördæminu og munu birtast fleiri núna 18. og 22. apríl. Hvar hefur þú verið NN? Ef þú hefur svona miklar áhyggjur af Kolbrúnu farðu þá og hittu hana milli 17 og 19 á kosningaskrifstofunni okkar að Nýbýlavegi 18 í Kóp.í dag.

M&M (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:27

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Komið þið nú sælir herramenn. Mikið rosalega er gaman að fá svona gott komment frá ykkur. Ég hef fengið góð viðbrögð við þessum þætti og finnst vænt um það. Það er ekkert smáræði fyrir manneskju eins og mig sem er afar feimin þegar maður stendur frammi fyrir alþjóð í beinni. NN það er von að þú spyrjir um varaformanninn. Ég tók páskana í golfferð sem ég var búin að kaupa um jólin, áður en stjórnarslit voru hvað þá ákveðnar kosningar. Ég reyndi að selja miðana en það gekk ekki. Það var því ekki um annað að ræða að fara eða henda 150 þús. út um gluggann. Ég fór á skírdag og kom í nótt. Ég hitti yfir 80 manns úti og var auðvitað að akitera .Varaformaður segir þú. Ég er nú ekki farin að upplifa mig sem varaformann enda allir á fullu í framboðsvinnu og lítið hægt að setjast niður og stilla saman strengina. Ég verð eins og þessi M&M segir í Mos í kvöld og hjá Menntaskólanum í Kópavogi kl 10 í fyrramálið.  Takk fyrir kommentin aftur og bestu kveðjur til ykkar allra Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.4.2009 kl. 18:26

14 identicon

KOLBRÚN ER FUNDIN,KOMIN HEIL HEIM OG ER ÞAÐ FÍNT, VELKOMIN.

NN (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 21:54

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kolla já er komin heim,

kaffibrún úr golfi.

Henni tökum höndum tveim,

þó hér sé allt á hvolfi!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.4.2009 kl. 23:11

16 identicon

Magnús Geir,klikkar ekki,góður.

NN (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:35

17 identicon

Naumast NN saknar þín,
nærist ei né sefur.
Kærkomin er Kol-Brún fín
er NN kannski refur?

Skagfirsk ;) (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 03:44

18 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Magnús klikkar ekki svo mikið er víst. Skagfirsk ekki heldur, fín vísa og góð nýting á nafninu mínu sé ég. Líka spurning um NN . Ef ég hefði verið heima um páskana hefði ég líklega kíkt í messu, annars verið heima, ein með bók eða bíómynd, þannig að ég skil ekki hvað menn hafa haldið að gerðist í kosningabaráttunni. En nú er það MK eftir korter og morgundagurinn er vel planaður með fólki á Kænunni, á Hrafnistu og svo opnun á kosningaskrifstofu. Takk fyrir skemmtilegar vísur. Svara kannski síðar í sömu mynt þ,e, vísu kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.4.2009 kl. 09:27

19 identicon

''skagfirsk,,Fín vísan hjá þér,,,en þetta með refin,passar ekki við NN.

NN (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:58

20 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já NN ég er viss um að þú ert enginn refur en þú hlýtur nú að fara að koma út úr skápnum  Ég gleymdi að senda Mola sérstaka kveðju.

Ég var að koma af fundi hjá Eldri borgurum í Reykjavík. Stefán Ólafsson prófessor var að skýra kjör þeirra og tillögur stjórnar. Ekki var það nú til að auka tilhlökkunina að komast á kjöraldurinn. Ótrúlegt óréttlæti sem þeir búa við rétt eins og öryrkjarnir.

kveðja til ykkar Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.4.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 121926

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband