Leita í fréttum mbl.is

Endalausar afsakanir

krús og bikarNú er farið yfir eitt og annað sem á dagana dreif á þessu ári sem senn er horfið á braut. Markmið voru sett og svona upp og ofan hvernig gekk að ná þeim.
Golfmarkmiðið fór ótrúlega úr böndunum. Ég náði nú að verja titilinn sem klúbbmeistari eldri kvenna í lægri forgjafarflokki en það var nú bara hundaheppni. Ég var að spila svo illa að ég hækkaði þrjá daga í röð í forgjöf.
En ef ég greini þetta þá var það þannig að þó ég væri að slá betur og beinna en oftast áður þá var það á kostnað lengdarinnar og munaði uþb  30-50 metrum á því sem ég hef verið að gera undanfarin ár. Það sem fór svona bölvanlega með forgjöfina voru púttin. Stutta spilið ágætt svo sem nema púttin. Oftast voru jafnmörg pútt og brautarhögg og stundum fleiri.
Þó ég væri ánægð með mig og mörg frábær högg, þá fór þetta mjög í taugarnar á mér. Ég get alveg viðurkennt , af því þetta er nú uppgjör, að ég fór allan geðvonskuhring golfarans og það nokkrum sinnum. Eins og sjá má á myndinni þá fann ég hann ekki upp heldur er þetta líklega eitthvað sem margir golfarar fara í gegnum af og til. 

Ég var með ýmsar afsakanir eins og að ég þyrfti að :
Fara til kennara og æfa nýja sveiflu.
Fara að stunda nýtt sport. 
Fá mér nýjar kylfur.
Ég væri að nota ónýta bolta. 
Ég ætti bara að hætta og aldrei að spila framar.
En óðara bráði af mér og ég tilbúin í næsta leik. Heart

Það eru ekki vandræði að setja sér markmið fyrir árið 2013 í golfinu. Gömlu markmiðin um 10 í forgjöf standa enn. Pínu vandamál að hafa ekki fastan makker til að spila við, upp á forgjafarskráningu, en það hlýtur að reddast.
Allavega ætla ég að eiga gott golfár, ef heilsan leyfir, en það er víst útilokað að nota hana sem afsökun " so far" . Ég hlakka svo til að byrja aftur.
Góðar stundir og sjáumst á golfvellinum, ágætu golfarar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þú ert nú bara rétt byrjuð ef ég man rétt,um skrif þín,annars er tíminn á fleygiferð. Ég heyri krakkana tala um gengi sitt,upp og niður,en krækja stundum í einhver verðlaun í klúbbum sínum. Leyfi mér af því það er gamlárskvöld að setja þetta á Facebook. Ef ég var ekki búin,þá óska ég þér kæra bloggvinkona gleðilegs árs og árangursríks golfárs,góðri heilsu og hamingju.

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2013 kl. 04:32

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk sömuleiðis fyrir góðar óskir og megi árið verða þér létt og skemmtilegt, árangursríkt og eftirminnilegt. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.1.2013 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband