Leita í fréttum mbl.is

Trú

Gleðileg jól ágætu bloggvinir og megi nýja árið færa okkur lausnir og leiki, gleði og gæfu, ást og árangur.

Trú.

Ég trúi á ást og yndi,
en ekki á myrkrið kalt,
ég trúi á leik í lyndi,
á lífið sem sigrar allt.

Ég trúi á okkar æsku,
og öldungsins viskubrunn,
ég trúi á tryggð og gæsku,
á traustan og sterkan grunn.

Ég trúi á mannsins mildi,
þann mátt sem svo fagur er,
ég trúi á göfug gildi,
hið góða sem býr í mér.


Jólin 2011 064
(e.Kristján Hreinsson)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk Kolbrún mín,óska þess sama og ljóðin hans, Kristjáns Hreinssonar eru alltaf full af bjartsýni. Skáldið var granni okkar um árabil,áttum gott samband við foreldra hans.

Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2012 kl. 01:02

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Helga .. Já hann er í miklu uppáhaldi hjá mér hann Kristján og um daginn flutti ég ræðu í útskrft og þá gat ég ekki valið á milli kvæða þ,e, Reynslan eða Trú og flutti bara bæði :) Það hefur enginn skammast út af því þó ræðan væri alltof löng í rauninni :) kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.12.2012 kl. 13:14

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er viss um að þau hafa viljað heyra meira í þér,,sveiflan,, fallið eins og flís við rass. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2012 kl. 04:17

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Takk fyrir góðar kveðjur og sömuleiðis til þín. Hér í blíðviðrinu í Frakklandi er hvorki rok né rigning um jól og áramót og heldur ekki stormur og snjókoma! Verður mér oft hugsað "heim" óskandi þess að þar mættu náttúruöflin vera eilítið mildari um miðjan vetur.

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þér fyrir pistilinn um heimsókn þína til Gramma. Missti af því að geta kommentað á hann. Eftirminnilegur og fínn náungi. Langar mig af þessu tilefni að rifja upp óvænt atvik úr fyrndinni.  Svo skemmtilega vildi til að ég hitti hann eigi fjarri hans heimabæ á Spáni í byrjun febrúar 1977. Þá var ég sendur ásamt þremur félögum mínum í ÍR til keppni í Evrópukeppni félagsliða í víðavangshlaupum. Vettvangurinn var við borgina Palencia.

Þarna voru helstu stórhlauparar heims samankomnir og mikill mannfjöldi mætti til að fylgjast með keppninni. En vart vorum við byrjaðir að skokka við brautina og skoða leiðina er kunnuglegt andlit skar sig úr öðrum á áhorfendastæðum. Var þar ekki Grammi á ferð og eflaust vorum við jafn undrandi báðir á því að hittast þarna, Raufsarar tveir. Tókum við tal saman og var þetta hin ánægjulegasta stund, ekki síst þar sem hún var svo óvænt. Því miður sá ég hann ekki meir eða frétti þar til í sumar - í pistli þínum. 

Ágúst Ásgeirsson, 28.12.2012 kl. 07:45

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi. En hvað þetta var skemmtilegt innlegg hjá þér og gaman að svona óvæntum hittingum... frábært alveg að þið skylduð ná saman..Þetta hefur nú ekki verið neinn smáfjöldi trúi ég.. Já Grammi er óskaplega yndislegur maður, með mikið jafnaðargeð og hlær mikið, allavega þegar ég er einhvesstaðar nærri því við erum einhvernveginn þannig :) Varðandi veðrið þá er það hundómögulegt og Vestfirðirnir alveg langverstir í augnablikinu...Hér í Kópavoginum er smá krap á götum og aðeins vindur en ekkert til að tala um. Vona að áramót og nýja árið verði þér gott og gleðiríkt.. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.12.2012 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband