Leita í fréttum mbl.is

Vangaveltur

Nú um stundir er ég að upplifa nýja reynslu. Það er auðvitað eðlilegt því það er gangur lífsins en samt svolítið skrýtið. Málið er að ég er nú búin að vera atvinnulaus í bráðum sex vikur. Það hefur aldrei gerst áður síðan ég var unglingur heima á Raufarhöfn.

Dagarnir líða nokkuð fljótt, þökk sé sjónvarpi með góðum golfrásum. Nú sit ég og les bækur, þurrka af og þvæ þvotta á milli þess sem ég gjóa á skjáinn. Nú hef ég tíma til að gera það sem ég hef trassað svo lengi svo sem að fá tilsögn í að mála myndir. Eins var planið að sinna barnabörnum og móður minni meira en áður þar sem maður hefur svona mikinn tíma.

Ég hef ekki áhyggjur af því hvort ég fái vinnu. Ef ég fæ ekki vinnu þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þjóðinni minni sem vill þá frekar borga mér fyrir að sitja heima á launum en nýta starfshæfileika mína sem eru fjölbreyttir.

Ég hef verið að hugsa um hvort tími sé til að setjast í helgan stein. Það fannst lækni mínum, Árna Tómasi Ragnarssyni, alger fjarstæða en hann sagði" það er svo mikið eftir í þér ". Um það efast ég ekki en er ástæða til þess að "klára sig" áður en maður fer að njóta elliáranna og þess sem maður hefur búið í haginn fyrir ævikvöldið? 

Ég hef líka verið að spá í að flytja til Spánar yfir vetrartímann og vera heima á Íslandi á sumrin. Það hefur lengi verið draumur minn og margra annarra enda er fullt af fólki sem býr þannig. Það ætla ég að kíkja á í haust. 

Í morgun hringdu þau frá Garðlist að bjóða garðúðun í vor. Ég hlakka til vorsins og sumarsins. Þá mun ég gleyma mér í golfi auk þess sem ég ætla að setja met í að hjóla um nágrennið. Ég mun halda áfram að dansa, ganga á fjöll með gönguhópnum mínum og svo er ræktin þrisvar í viku.

Það væri samt gaman að heyra frá fólki sem búið er að vera án atvinnu í lengri eða skemmri tíma um hvort og hvernig það venst því að sitja heima daglangt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Sæl og blessuð Kolla! Leitt með atvinnuleysið. Að öðru leyti er þessi færsla ígildi vorkomunnar. Vildi að ég gæti skrifað svona fallega. Gangi þér sem allra best í þínum fjölþættu áhugamálum og lífinu almennt.

Kveðja, Björn

Björn Birgisson, 11.3.2011 kl. 16:21

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þú tekur atvinnuleysinu með réttu hugarfari. Njóttu lífsins.

Úrsúla Jünemann, 11.3.2011 kl. 16:34

3 identicon

Verð bara að kommenta á þessa færslu hjá þér. Þú varst að velta því fyrir þér hvort ástæða væri til að klára sig áður en maður myndi setjast í helgan stein. Ég er sjálf hjá Árna Tómasi og vill hann halda mér úti á vinnumarkaðnum sem lengst. Skil hann sjónarmið en ég er samt á því að fara varlega og vildi  getað minnkað við mig vinnu áður en en ég klára mig eins og þú orðaðir það.  Þekki ekki til örorku en mér finnst að það ætti að vera hægt að minnka við sig vinnu og halda sömu kjörum í stað þess að pína sig þangað til ekkert er eftir og þá að detta alveg út af vinnumarkaðnum. Trúi því vel að þú sért að huga um Spán....gangi þér vel

Ragnhildur Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 16:36

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Kolbrún, ég er viss um að þú hefur hæfileika til hverskonar listsköpunar. Málari,?)  kanski að selja grimmt eftir x mörg ár,nei,held þú viljir eiga það sjálf og gefa börnunum. En gangi þér allt í haginn.

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2011 kl. 23:42

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Björn takk fyrir falleg orð í minn garð. En ég þarf ekki að kvarta undan atvinnuleysinu því ég er í nokkuð góðum málum en er að setja mig í spor annarra sem eru yngri og kannski búa ekki eins vel og ég. Ég á vinkonur sem hafa verið atvinnulausar í meira en ár og virðast vera að aðlagast því. Þetta er alltaf spurning um afkomuna ekki satt. Nóg er hægt að gera sér til yndis og ánægju yfir daginn. Hef verið að spá hvernig ég hafi haft tíma til að gera allt sem ég gerði með vinnu því dagarnir fljúga núna  Kveðja til þín skemmtilegi maður 

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.3.2011 kl. 13:32

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Úrsúla ég ætla einmitt að njóta þess að vera heima og gera ýmislegt sem ég hef neitað mér um á langri starfsævi. Takk fyrir kommentið.

Ragnhildurhann Árni er búinn að vera minn læknir síðan ég var í Landsbankanum og veit manna best að ég er í "toppstandi" Ég var að kvarta undan því að ég fengi verk í löppina eftir strembinn tjútttíma í dansinum og hann sagði mér að þetta væri smá tábergssig og ekkert nema fá púða í skóna. Annars er ég viðhaldsfrí og helv. heilbrigð bæði á sál og líkama. Við ættum samt að hugsa um það að gott er að draga sig út af vinnumarkaði eins og þú nefnir og stækka tímann sem við erum að njóta lífsins .... það styttist í annan endann ekki satt

Helga þú ert heit  Ég á nokkrar myndir eftir mig og my X  fékk líka mynd úr búinu sem ég málaði í den. Helst vildi ég verða afkastamikil og flink, eins og þú segir á þessu sviði, því það er mikilvægt að gleðja auga sem flestra. Fékk reyndar tilboð í eina mynd en vildi ekki selja hana. Hún er á rekaviðarfjöl og af bát heiman frá Raufarhöfn á heimsiglingu en ég reikna ekki með stórgróða í þessu en það er mjög gefandi að skapa eitthvað fallegt Takk fyrir kommentin ykkar stelpur og góðar óskir mér til handa. Hafið það sjálfar sem allra best.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.3.2011 kl. 13:46

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Meiriháttar meyjan hér,

er merk og tígin.

Tryllingsleg í tjútti er

og tábergssígin!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.3.2011 kl. 18:43

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahahah hann klikkar ekki í kveðskapnum meistarinn knús á þig karlinn, ég átti þetta skilið, alltaf svo ands. hreinskilin

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.3.2011 kl. 21:46

9 identicon

 <er ástæða til þess að "klára sig" áður en maður fer að njóta elliáranna> spyrðu...við erum alin upp þannig allavega..

Er sjálf búin að prófa að vera atvinnulaus í 2 ár og nei því miður er það ekki neitt sem maður leyfir sér að venjast.....ekki undir nokkrum kringumstæðum var það ásættanlegt......en ég er auðvitað nokkrum árum yngri en þú ;) Njóttu lífsins Kolla mín og það þarf ekkert að ræða það frekar ;)

Iris E (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 22:08

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Íris. Satt segir þú, maður er alin þannig upp og það hefur fylgt manni alla tíð að maður á að vinna og vinna vel.

Ég skildi eftir mig gott bú þar sem ég vann síðast ( Hjá Sjálfsbjörg ) og er stolt af þeim árangri sem náðist þar. Auðvitað var ég ekki ein, hafði mjög hæfan yfirmann og góða samstarfskonu en saman gerðum við góða hluti í þessi fimm ár sem ég var þar, sem eiga eftir að duga því batteríi í nokkuð mörg ár. Sennilega eitt ríkasta hagsmunafélagið í þessum geira. Fullt hús af peningum

Ég mun að sjálfssögðu leita að vinnu þar sem ég held að ég geti nýst vel en ég er ekki að örvænta þó ég fái ekki vinnu satt best að segja.

Ég er nú á afar skemmtilegum aldri til að fara að leika mér meira. Ég hef samúð með þeim sem eru í þeim sporum sem þú hefur verið í að missa tvö ár úr starfsferli sínum.

Vona að allt gangi þér í haginn í framtíðinni og þakka kærlega fyrir hlýtt komment  

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.3.2011 kl. 08:03

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er nú líka hægt að ná´sér í smá skotsilfur hafi maður tilfinnigu fyrir kynningu á vörum frá Brokkoly-fyrirtækinu.Brokkoly-spírur eru ræktaðar í Brasilíu og teknar upp 3-4daga gamlar.Efnið Sulfarafhane er unnið úr þeim og selt í töfluformi. Það verkar sérstaklega vel á frumur heilans,því vitað er að þær geta endurnýjað sig. Þetta er netverslun og pantanir eru sendar í fragtskála Samskipa Sundahöfn,þangað sem kaupandi sækir hann sjálfur. Fyrirtækið selur einnig megrunar efni,með nokkuð öðru innihaldi en Hirblife,tannkrem og blúss töflur,ef maður vill vera duglegur er 100%  úr náttúrunni. Hægt að kíkja inná Suðurlandsbraut 20,eða Natures.is. Alla vega var þar. Maður ræður sjálfur hversu mikið maður vill leggja á sig.Sumir selja héðan í Danm. og þýskal. Einhverf börn hafa sýnt framfarir eftir að hafa fengið þessar töflur. Sjálf tek ég brokkoly og Alovera sem ég kaupi á liters kassa eins og bjór,með krana,því alltaf ferskt án súrefnis. Ég gat ekki sofið fyrir  útvarpsupplestri í næstu íbúð kíkti þá á bloggið og er búin að auglýsa vörur,ætlaði að benda á viðskipta tækifæri, Kolla mín ,en nú er ráð að hættaog segja góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2011 kl. 04:59

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Helga. Auðvitað er hægt að hafa tekjur af hinu og þessu og svo er líka hægt að fara betur með fé. Töflur sem endurnýja heilafrumurnar hljómar áhugavert fyrir fólk sem farið er að gleyma og sjálf á ég það til að muna ekki hvað fólk heitir :) þó ég sjái það ljóslifandi fyrir mér. Best að kíkja á þessa vöru við tækifæri. Takk fyrir innlitið og hollráðin kveðja til þín KS

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2011 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband