Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk samkennd

Samfylkingarkonan Sigrún Elsa SmáradóttirÞað er nú kunnara en frá þurfi að segja að pólitíkin er oft erfið og ósanngjörn, bæði fyrir þá sem í hanni starfa og aðra.

Margir hafa flogið hátt á pólitíska sviðinu og því fallið oft mikið og niðurbrjótandi fyrir viðkomandi. Aðrir hafa haft minni væntingar sjálfum sér til handa og því tekið dómi kjósenda með jafnaðargeði.

Enn er til fólk sem hefur áhuga á að koma að stjórnsýslunni til að hafa áhrif á samfélagið en ekki til að skara eld að eigin köku. 

Ég hef verið að hugsa um það í sambandi við prófkjör flokka hversu og hvort þau séu lýðræðisleg. Af hverju er fólk að gefa kost á sér í ákveðin sæti? Af hverju lendir sá/sú sem fær næstflest atkvæði samanlagt, í sjötta sæti. Hver ákveður hver býður sig í hvaða sæti. Alltaf segja leiðtogarnir að listinn sé góð blanda af fólki með reynslu og nýju fólki með ferskar hugmyndir. Ég gef ekki mikið fyrir það bull og blaður. 

Ekki efa ég það að þessi unga og glæsilega kona hefur átt betra skilið en dömp í sjöunda sæti. Eins og sjá má fær hún afnot af vasaklút fallistans Ingibjargar og það er eflaust einhver huggun af því. Hún má líka fá smá horn af vasaklútnum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem hefur líklegast eyðilagt fyrir þessari glæsilegu konu,er trúlegast flakk hennar um heiminn á kostnað skattborgarana.Mér skilst að hún hafi farið í ferð á vegum Orkuveitunar til Indónesíu,sem kostaði fúlgur fjár,kannski er hún menntuð í heitavatnsrannsóknum um víðan heim,,,ekki veit ég það þó.

NN (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 22:34

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN. Ekki veit ég það en varla hefur hún sjálf metið þörfina á því að ferðast um heiminn. Eru þá flokksmenn hennar að segja að hún hafi misnotað aðstöðu sína og ferðast fyrir sjálfa sig. Mér finnst þetta ill meðferð á konu sem er búin að vinna fyrir flokkinn og eflaust standa sína plikt eins og til var ætlast. Hún hefur kannski ekki verið eins dugleg að smala og karlarnir. Allavega sá Ingibjörg Sólrún ástæðu til að hugga hana eins og þú sást í frétt um þetta mál. Heldurðu að hún sé ekki bara of sjálfstæð fyrir flokksmaskínuna? Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.1.2010 kl. 22:59

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Í pólitík er ekki spurt um sanngirni, heldur völd. Menn keppa þar til áhrifa og gildir ekkert nema harkan sex! Samfylkingin valdi sér þessa aðferð, að menn bjóði sig fram til sætis, ekki er spurt um heildarfjölda atkvæða. Þetta form er hvorki verra né betra en annað, held ég.

Hef einhvern veginn á tilfinningunni, að það sé fremur regla en undantekning að einhverjum sé dömpað í hverju prófkjöri. Sama hvað flokkurinn heitir.

Það er annars athyglisvert að lesa samúð þína og meðaumkun með þessum tiltekna pólitíkus. Ertu að meyrna kannski og gerast fráhverf  pólitíkinni? Stendur ekki til hjá XF að bjóða fram í vor?

Ágúst Ásgeirsson, 1.2.2010 kl. 20:56

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi langt síðan ég hef fengið þig í heimsókn á síðuna mína. Vona að þú sért hress og kátur. Ég er sammála þér að menn eru að sækjast eftir völdum því án þeirra gerist ekki neitt. Harkan verður stundum að vera með í för en óþarfi að taka flottar konur svona niður. Þessi aðferð að planta sér í sæti fyrirfram er frekar glatað að mínu mati. Það getur þá unnið á móti viðkomandi ef einhverjir vilja hana ofar á lista en aðrir.

Ég er nú ekkert að meyrna umfram það sem er minn veikleiki sem er meðvirkni með þeim sem verða undir. Ég hef alltaf viljað veg kvenna meiri en minni og þess vegna er það að ég skil og pínu vorkenni þessari ungu konu.

Jú jú XF er að vinna að framboði í vor í Kópavogi hverjir sem verða þar í framboði. Það kemur bara í ljós. Fundur í miðstjórn á laugardaginn. Vonandi góðar fréttir þá í boði. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.2.2010 kl. 00:05

5 identicon

Spennandi að sjá hvort við Kópavogsbúar fáum að sjá kraftmikla og glæsilega konu, með ferskar hugmyndir og kraft, ofarlega á lista Frjálslyndra í vor. Áfram í Kolbrún

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 14:30

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Atli. Við erum einmitt að vinna í þessu í XF- í Kópavogi. Allar góðar ábendingar vel þegnar. Svo er etv. laus sæti á listanum. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.2.2010 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 121926

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband