Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2008

Saga jólasveinanna

Nýr jólasveinnNú eru ađ ryđja sér til rúms alveg glćnýir jólasveinar. Auđvitađ hlýtur saga jólasveinanna ađ endurnýjast eins og ađrar sögur og sagnir. Ţeir eru misjafnlega ţekkilegir rétt eins og hinir gömlu. Lífsviđhorf fólks spilar inn í mat á ţeim sveinkunum, geri ég ráđ fyrir, eins og pólitísk viđhorf. Ég verđ ţó ađ segja ađ mér finnst sá sem hér er kynntur til sögunnar, Bankaskellir, alveg sérstaklega krúttlegur og held ađ hann eigi eftir ađ skyggja á alla hina og ađ ţeir heyri sögunni til eftir nokkur ár. Hann er talinn hćttulegur fyrir fjárglćframenn. Ţjóđ sinni mun hann fćra breytt gildismat og fćlir fólk frá ţví ađ safna í sjóđi ţví ţá kemur hann og skellir bankanum međ tilheyrandi eftirköstum. Ţađ er enn verra en ađ lenda í jólakettinum ógurlega. Hvenćr ćtli útsölurnar byrji?

Friđarkveđja

 Kveikt er ljós viđ ljós

burt er sortans sviđ.

Angar rós viđ rós

opnast himins hliđ.

Niđur stjörnum stráđ

engill framhjá fer.

Drottins nćgđ og náđ

bođin alţjóđ er.

 

Gleđileg jól kćru bloggvinir og takk fyrir samskipti á árinu.


Ţorláksmessa

Blody CristmasNú er ţetta allt ađ smella hjá mér fyrir ţessi blessuđu jól. Búin ađ kaupa flestar jólagjafirnar og byrjuđ ađ ţrífa. Mér finnst nú hálf gremjulegt ađ geta ekki klárađ neitt verk og ţađ er eins og allt sé einhvernvegin "nćstum ţví". Verst er ţó ţegar jólatréđ er ekki eins og mađur vill hafa ţađ. En gangi ykkur vel međ ykkar skreytingar, kćru bloggvinir, og ekki gefast upp ţó ýmislegt hendi á stundum. Jólakveđja til ykkar allra.

Málsókn.

peningarÉg hef veriđ ađ velta ţví fyrir mér, eins og sjálfsagt flestir landsmenn, hversvegna ekkert bóli á málsókn hjá íslensku bönkunum eđa íslenska ríkinu á hendur Bretum.  Reiđi almennings hefur beinst ađ ţeirri međferđ sem Brown og Darling beittu okkur er hryđjuverkalög voru sett á Landsbankann og í kjölfariđ varđ KB gjaldţrota á stundinni. Flestir sómakćrir Íslendingar vildu fara í mál og hreinsa mannorđ okkar. Breskur blađamađur, Adrian Gill, hefur nú skrifađ afar huggandi grein um okkur og hundskammađ Brown fyrir ađ ráđast á litlu, saklausu,duglegu, skemmtilegu og frjálslyndu ţjóđina sem býr á harđbýlli eyju í miđju Atlandshafinu. Ég heyrđi ţá skýringu á framkomu Bretanna ađ miklir fjármagnsflutningar hefđu veriđ frá Íslandi síđustu mánuđina fyrir kreppuna og ađ seđlabankastjóra hefđi veriđ tilkynnt um ţađ, ásamt fleiri seđlabankastjórum ţ.m.t. breskum. Hverjir voru ţá ađ flytja fé og koma ţví undan? Hversu mikil tök hafa ţeir hinir sömu á íslenskum ţingmönnum? Geta núverandi ráđherrar í raun tekiđ á sömu mönnum og ţeir hafa veriđ ađ ţjóna og ţóknast undanfariđ? Eru ţeir sjálfir hlutađeigendur?  Nú er ljóst orđiđ ađ fjármagnseigendur stýra sjálfir fjölmiđlum sínum, eftir ađ einn eđa tveir blađamenn, sem hafa tekiđ sjálfa sig og sitt starf alvarlega,hafa stigiđ út úr DV greninu og sagt sannleikann. Ég er ţeirrar skođunar ađ alvarlegustu mistök sem viđ höfum gert á undanförnum árum hafi einkum veriđ ţrennt. Ađ leyfa veđsetningu fiskikvóta, ađ heimila veđsetningu íbúđarhúsnćđis upp í 80-90 %  og síđast en ekki síst ađ samţykkja ekki fjölmiđlalögin sem forsetinn okkar sló út af borđinu međ eftirminnilegum hćtti.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband